Merki Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns

Merkið var hannað hjá Íslensku auglýsingastofunni í tilefni af 200 ára afmæli safnsins og tekið í notkun á afmælisárinu 2018.
Hugmyndir að merkinu eru sóttar í bókstafinn L í heiti safnsins; í grunnformin bækur, bókakili, bókahillur og textadálka; í glugga Þjóðarbókhlöðu sem eru einkennandi form fyrir bygginguna og í letur sem er tákn fyrir menningu, tungumál, vísindastarf og fræði.

Táknmynd merksins er     

Formið táknar bygginguna, bækur og bókakili og letur og tákn og komman býr  til nauðsynlegt hlé og markar um leið framhald á grunni þess sem á undan er komið, t.d. í menningu, fræðum og tungumáli, ásamt því að opna fyrir nýja hugsun fremur en að loka henni líkt og endapunktur. Komman vísar til þess að greina og flokka, þess að halda utan um upplýsingar og varðveita fróðleik til framtíðar.

Letur sem notað er í merkinu heitir DIN