Categories: Fréttir
      Date: 30.06.2008
     Title: Nýtt viðmót tímarita frá Blackwell

Útgefendurnir Blackwell og  Wiley sameinuðust um sl. áramót.  Nú um mánaðamótin júní/júli voru tímarit frá Blackwell flutt yfir á viðmót Wiley Interscience.

Athugið að öll rafræn tímarit sem safnið hefur aðgang að eru í skránni  Tímaritaskrá A-Ö á vef safnsins. Í leit að tilteknu tímariti er ætið best að byrja á að fletta upp í henni.