Stefna

Stefna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns fyrir árin 2013-2017 ber yfirskriftina Þekkingarveita í allra þágu.

Starfsmannamál

Þann 12. september 2012 undirritaði Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, Berlínaryfirlýsinguna um opinn aðgang fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Þar með staðfestir safnið stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé í samræmi við stefnu Vísinda og Tækniráðs og lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Þann 9. nóvember 2017 var einnig undrituð yfirlýsingin Expression of interest in the large-scale implementation of open access to scholarly journals, en hún byggir á Berlínaryfirlýsingunni.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur einnig skrifað undir Lyon-yfirlýsinguna um aðgang að upplýsingum og þróun. Með henni hefur IFLA haft áhrif á ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.