Safnkostur

Leitir.is - samleit í íslenskum gagnasöfnum.

Í safninu og útibúum þess eru um það bil milljón bindi bóka, tímarita og annarra gagna. Mikill meirihluti þeirra er erlent efni. Samskrá bókasafna á Íslandi á Leitir.is segir til um hvar efnið er að finna í safninu og útibúum þess. Útlánseintök íslenskra og erlendra bóka eru á 4. hæð safnsins. Tímarit eru til notkunar á staðnum, ýmist í tímaritadeild á þriðju hæð eða í lessal á fyrstu hæð.

Íslenskt efni

Eitt af hlutverkum safnsins er safna öllu íslensku efni og varðveita það. Í Íslandssafni á 1. hæð eru flestöll íslensk rit og eru þau eingöngu til notkunar á lestrarsal. Meirihluti íslenskra rita er einnig á 4. hæð og er þar til útláns. Ef rit er í útláni eða ekki til á 4. hæð geta notendur nálgast það í lessal á 1. hæð.

Námsritgerðir

Til ársloka 2015 fékk safnið eintak af lokaritgerðum nemenda við Háskóla Íslands til varðveislu. Ritgerðirnar eru geymdar í lokuðu rými á 3. hæð og eru einungis til notkunar á staðnum. Óheimilt er að ljósrita úr þeim nema með leyfi höfunda. Ritgerðirnar eru skráðar í samskrá bókasafna og því leitarbærar í leitir.is og þar er hægt er að takmarka leit sérstaklega við þær.

Frá og með árinu 2016 skila nemendur eingöngu rafrænu eintaki lokaverkefnis í Skemmuna en þar hafa verið vistuð lokaverkefni nemenda í Háskóla Íslands frá árinu 2007. 

Aðföng

Safnið sér um ritakaup fyrir ritakaupasjóð Háskóla Íslands samkvæmt beiðnum kennara. Auk þess tekur Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn við bókagjöfum sem styrkja bókakost safnsins og eru í samræmi við bókakaupastefnu þess. Á undanförnum árum hafa safninu borist fjöldi stórra bókagjafa sem hafa eflt til muna safnkostinn á einstökum sviðum. Hægt er að senda inn tillögu um ritakaup með því að fylla út þar til gert eyðublað hér á vefnum.