Blöð og tímarit

 

Finna tímarit - SFX

Í tímaritaskrá Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns eru tenglar við um 20 þúsund erlend tímarit í rafrænu formi, þ.e. bæði þau sem eru í landsaðgangi og í séráskrift safnsins, auk fjölda tímarita sem eru gjaldfrjáls á Netinu. Aðgangur að tímaritum í séráskrift safnsins er bundinn við tölvur á háskólanetinu. Í skránni eru enn fremur upplýsingar um flest prentuð tímarit sem eru í áskrift safnsins nú um stundir.

 

Rafræn tímarit - íslensk

Á vefnum Tímarit.is er hægt að skoða myndaða útgáfu yfir 1000 blaða og tímarita frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Elstu tímaritin eru frá 17. öld og þau yngstu aðeins nokkurra daga gömul. Meðal þess sem hægt er að finna á Tímarit.is eru flestöll íslensk landsmálablöð 20. og 21. aldar. Hægt er að leita í ljóslesnum texta allra tímarita á vefnum og fletta upp greinum í þeim tímaritum sem hafa verið greinaskráð.

Prentuð rit

Um 900 blöð og tímarit berast til safnsins í prentaðri útgáfu og er hægt að nálgast þau á 3. hæð safnsins. Sum þeirra eru jafnframt rafræn en eru þá aðeins aðgengileg notendum í tölvum á háskólanetinu. Prentuð íslensk tímarit berast safninu í skylduskilum og eru aðgengileg í Íslandssafni á 1. hæð og á tímaritasvæði á 3. hæð. Leitir.is veitir upplýsingar um prentuð tímarit í um 200 íslenskum bókasöfnum og vísar í einstakar greinar sem birst hafa í um 300 íslenskum tímaritum. Blöð og tímarit eru ekki lánuð út.