Handrit og einkaskjalasöfn

 

Handrit.is

Samskrá og stafrænt aðgengi að handritum í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn.

 

Skrár handritasafns

Prentaðar skrár handritasafns eru aðgengilegar á pdf-sniði: Þrjú aðalbindi gefin út 1918–1937 og fjögur aukabindi gefin út á tímabilinu 1947-1996.


Í handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns eru varðveitt um 15 þúsund handrit og um eitt þúsund einkaskjalasöfn einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Einkaskjalasöfnin eru misstór, frá einni öskju upp í fleiri hillumetra af skjölum. Varðveitt skjöl eru frá átta öldum, þau elstu frá 13. öld og þau yngstu frá þeirri 21. Megnið af handritakostinum eru pappírshandrit, flest frá 19. og 20. öld, en einnig fjölmörg frá 17. og 18. öld. Safnkosturinn er aðgengilegur notendum safnsins á lestrarsal þess fyrir innan lestrarsal Íslandssafns á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Lesa meira um handritasafn.


Fésbókarsíða Íslandssafns Handritasafn heldur úti síðu á samskiptavefnum Facebook þar sem hægt er að fræðast um viðburði og gerast vinur safnsins.


Kvennasögusafn

Kvennasögusafn Íslands varðveitir gögn um sögu kvenna og kvennasamtaka. Kvennasögusafn hefur starfað sem sérstök eining innan Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu frá árinu 1996. Safnið var stofnað 1. janúar árið 1975. Að stofnun þess stóðu Anna Sigurðardóttir, Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir.


Fésbókarsíða Íslandssafns Kvennasögusafn er með eigin fésbókarsíðu þar sem hægt er að fræðast um viðburði og gerast vinur safnsins.


Ýmis skjöl