Hljóðrit, tónlist og kvikmyndir

Hljóðsafnið inniheldur hljóðrit sem safnið varðveitir.
Ísmús er gagnasafn um íslenska tónlist og tónlistararf.

Hljóðrit og myndefni safnsins er skráð í samskrá bókasafna á Leitir.is og varðveitt í tón- og myndsafni á 4. hæð. Þar eru líka Tónlistarsafn Íslands og Miðstöð munnlegrar sögu. Í Hljóðsafninu er aðgengilegur rafrænt hluti þeirra hljóðrita sem safnið varðveitir. Þau hljóðrit sem komin eru úr höfundarrétti eru í opnum aðgangi en margfalt meira efni er aðgengilegt í tilteknum tölvum á safninu.


 

Hljóðrit

Frá árinu 1977 hafa íslensk hljóðrit (tónlist og hljóðbækur) borist í skylduskilum til safnsins en einnig er mikið til af eldri íslenskum hljóðritum; það elsta er frá árinu 1910. Ennfremur hefur verið lögð áhersla á að safna erlendum útgáfum íslenskra tónlistarmanna. Í safninu eru líka hljómdiskar með verkum þekktustu tónskálda sögunnar. Hljóðritin eru ekki lánuð út en góð aðstaða er til hlustunar á safninu. 

 

Kvikmyndir

Mynddiskar og myndbönd sem gefin eru út hér á landi hafa borist í skylduskilum frá Kvikmyndasafni Íslands frá árinu 2003. Talsvert er til af klassískum erlendum kvikmyndum og fræðslumyndum. Kvikmyndirnar eru ekki lánaðar út en fræðsluefni er hægt að fá lánað í skamman tíma. Góð aðstaða er til að horfa á kvikmyndir í safninu.

 

Vefur Tónlistarsafns Íslands

Vefur Tónlistarsafns Íslands.

Tónlistarsafn Íslands skráir og miðlar hvers kyns upplýsingum og efni sem tengist tónlist á Íslandi, safnar gögnum um íslenska tónmenningu og á frumkvæði að rannsóknum á íslenskum tónlistararfi. Tónlistarsafnið var stofnað árið 2009 og varð hluti af Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni árið 2017.


 

Vefur Miðstöðvar munnlegrar sögu.

Miðstöð munnlegrar sögu er safn og rannsókna- og fræðslustofnun á sviði munnlegrar sögu. Hlutverk hennar er að safna munnlegum heimildum um sögu lands og þjóðar og varðveita þær til frambúðar. Miðstöðinni er ætlað að efla munnlega sögu sem aðferð í sagnfræði, veita fræðslu um söfnun og notkun munnlegra heimilda, skapa fræðimönnum aðstöðu til rannsókna og standa fyrir fræðilegri umræðu um munnlega sögu. Fjöldi viðtala sem stofnunin varðveitir er aðgengilegur í Hljóðsafninu.