Íslandssafn

Hlutverk Íslandssafns er að gera notendum kleift að stunda rannsóknir á séríslenskum málefnum með því að varðveita eintak af öllu prentuðu efni sem tengist Íslandi frá upphafi prentlistar. Allt útgefið efni á að berast í skylduskilum. Einingin annast alla almenna þjónustu á ritakosti varðveislusviðs. Tekið er við beiðnum um lán á lessal á afgreiðslutíma. Rit eru ekki lánuð úr Íslandssafni, þannig er ávallt hægt að tryggja að þau séu aðgengileg. Hægt er að fá ljósrit eða myndir úr ritakostinum. Myndbeiðnir eru afgreiddar af ljósmyndara safnsins og þess gætt að varðveislusjónarmið séu í fyrirrúmi.

Dægurprent

Dægurprent er hluti af safnkosti Íslandssafns. Ritin geta verið allt frá einblöðungi upp í þykkan bækling frá bílaumboðum eða allt um hellulögn. Um er að ræða auglýsingar, dagbækur, grafskriftir, tækifæriskvæði, póstkort, veggspjöld og margt fleira.