Íslandssafn

Hlutverk Íslandssafns er að gera notendum kleift að stunda rannsóknir á séríslenskum málefnum með því að varðveita eintak af öllu prentuðu efni sem tengist Íslandi frá upphafi prentlistar. Allt útgefið efni á að berast í skylduskilum. Einingin annast alla almenna þjónustu á ritakosti varðveislusviðs. Tekið er við beiðnum um lán á lessal á afgreiðslutíma. Rit eru ekki lánuð úr Íslandssafni, þannig er ávallt hægt að tryggja að þau séu aðgengileg. Hægt er að fá ljósrit eða myndir úr ritakostinum. Myndbeiðnir eru afgreiddar af ljósmyndara safnsins og þess gætt að varðveislusjónarmið séu í fyrirrúmi.


Fésbókarsíða Íslandssafns Íslandssafn er með síðu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hægt er að fylgjast með fréttum og leggja orð í belg.


 

Dægurprent

Í Íslandssafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er allt útgáfuefni sem gefið er út á Íslandi varðveitt. Safnið aflar efnis sem gefið er út erlendis og tengist Íslandi eða Íslendingum. Auk bóka varðveitir safnið svokallað dægurprent.

 

Kjörgripur mánaðarins

Í hverjum mánuði velur starfsfólk Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns einn grip úr fórum safnsins til að vekja athygli á.