Dægurprent í Íslandssafni

Í Íslandssafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er allt útgáfuefni sem gefið er út á Íslandi varðveitt. Safnið aflar efnis sem gefið er út erlendis og tengist Íslandi eða Íslendingum. Auk bóka varðveitir safnið svokallað dægurprent.

Dægurprent getur verið allt frá einblöðungi upp í þykkan bækling frá bílaumboðum eða allt um hellulögn. Þarna er um að ræða auglýsingar, dagbækur, grafskriftir, tækifæriskvæði, póstkort, veggspjöld og margt fleira.

Notendahópur dægurprents er breiður, mest er þó um að rithöfundar og ævisöguritarar sem eru að skrifa atvinnusögu, félaga- og fyrirtækjasögu, byggðasögu rannsaki dægurprentið og fái myndir t.d. af auglýsingum, fregnmiðum, tónleikaskrám, verðskrám og veggspjöldum í rit sem eru að koma út.

Í Íslandssafni er dægurprentið efnisflokkað og raðað eftir árum í hvern flokk.

Efnisflokkar