Landfræði

Útlánseintök íslenskra og erlendra bóka í landfræði eru einkum á 4. hæð í Þjóðarbókhlöðu. þar er einnig Námsbókasafn með ritum sem tekin eru frá vegna einstakra námskeiða í Háskóla Íslands. Nýjustu árgangar tímarita eru í Öskju, útibúi safnsins í Náttúrufræðahúsi. Eldri árgangar tímarita og lokaverkefni nemenda í H.Í. eru á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu og ýmsar skrár og uppsláttarrit í prentaðri útgáfu eru á handbókasvæði á 2. hæð. Rit safnsins eru flokkuð eftir Dewey-flokkunarkerfinu og eru landfræði og ferðir í flokkunum 910 - 919 en ýmis önnur svið landfræðinnar flokkast innan samfélagsfræða 300 og náttúruvísinda 500.

Hér á eftir fara yfirlit yfir og tenglar við helstu hjálpargögn við heimildaleit í faginu:

  • Leitir.is leitar samtímis í Gegni, Bækur.is, Elib, Hirslu, Hvar.is, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Skemmunni
  • Gegnir gefur upplýsingar um safnkost flestra íslenskra bókasafna
  • Finna tímarit – rafræn erlend tímarit í landsaðgangi, séráskriftir safnsins o.fl.
  • Timarit.is – tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi í stafrænu formi frá upphafi til okkar daga
  • Rafræna handbókahillan inniheldur marga gagnlega tengla

Gagnasöfn

Íslensk vefrit

Félög og stofnanir

Vefgáttir

Uppsláttarrit

Ýmislegt