Um okkur

Kynningarbæklingur (PDF - 2,7Mb)

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er bæði þjóðbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið safnar öllum íslenskum gögnum, varðveitir þau, skráir og flokkar. Safnið sinnir þjónustu við kennslu og rannsóknarstarfsemi Háskóla Íslands og heldur uppi bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu og rannsókna á Íslandi. Í Þjóðarbókhlöðu býður safnið auk þess upp á góða vinnuaðstöðu þar sem er greiður aðgangur að safnkostinum.