Útgáfa
Safnið hefur í gegnum tíðina staðið að nokkrum útgáfum í tengslum við viðburði og sýningar sem settar eru upp í Þjóðarbókhlöðu. Tímaritið Ritmennt var gefið út árlega til ársins 2006 þegar útgáfu þess var hætt. Hægt er að kaupa eldri árganga hjá safninu.
Ritröð
Innleiðing RDA skráningarreglna á Íslandi : 1. janúar 2015 – 20. maí 2016, skýrsla, október 2016. (PDF - 5 Mb)
Stafræn menning : niðurstöður Enumerate-könnunarinnar á stafrænu efni menningarstofnana 2014, skýrsla, mars 2015. (PDF - 2,3 Mb)
Rit til sölu í Þjóðarbókhlöðu

Galdrakver
Útgáfa með myndum og textum gefin út í tilefni af 10 ára afmæli safnsins 2004.
Verð kr. 5.900

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar
Viðhafnarútgáfa ljósprentaðs eiginhandarrits Hallgríms Péturssonar
Verð kr. 9.800

Björn K. Þórólfsson, Nokkur orð um íslenskt skrifletur
Grundvallarefni til leiðbeiningar um handritalestur og handritaútgáfu
Verð kr. 2.000
Eldri útgáfur
Ritmennt: ársrit Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns var tímarit sem tók við af Árbókinni og kom út frá 1996 til 2005. Hægt er að nálgast ritið á Tímarit.is hér. Enn er hægt að kaupa eintök af ritinu hjá safninu.
Árbók Landsbókasafns Íslands kom út árlega frá 1945 til 1994. Hægt er að nálgast árbækurnar á vefnum Tímarit.is, fyrri röð hér (1945-1975) og síðari röð hér (1975-1994).