Námsmenn

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er bókasafn Háskóla Íslands og veitir námsmönnum margvíslega þjónustu. Eitt af skilgreindum hlutverkum safnsins er að þjónusta háskólanema.

Safnið er með sérstakan þjónustusamning við Háskóla Íslands. Nemendur HÍ hafa því ýmsan forgang samkvæmt samningi háskólans og safnsins, svo sem að sérstökum hópvinnuherbergjum. Jafnframt eiga nemendur HÍ rétt á bókasafnsskírteini endurgjaldslaust og helmingsafsláttur er veittur af ýmis konar gjaldskyldri þjónustu, svo sem millisafnalánum, leigu á aðstöðu o.s.frv. (sjá nánar gjaldskrá safnsins).

Skil á lokaverkefnum við Háskóla Íslands

Nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skal skila inn rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna. Skemman er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna nemenda og rita kennara við alla háskóla á Íslandi.

Verkferli: Nemandi skilar inn rafrænu eintaki lokaverkefnisins í Skemmuna sbr. 54. gr. reglna nr. 569/2009 sem samþykktar voru af háskólaráði 3. desember 2015. Samtímis skal nemandi skila  í Skemmuna rafrænni  yfirlýsingu um meðferð verkefnisins. Nemendum ber að kynna sér reglur sinnar deildar um aðgang áður en skil fara fram.

Nánari leiðbeiningar um skil í Skemmuna má finna hér

Áttavitinn

Áttavitinn er vefur með leiðarvísum um heimildaleit og heimildaskráningu, notkun gagnasafna og tenglum á margvíslegt fræðsluefni. Sérstakir leiðarvísar eru til fyrir mörg fræðasvið. 

Útibú og önnur bókasöfn Háskóla Íslands

Safnið starfrækir útibú fyrir lagadeild Háskóla Íslands á 3. hæð í Lögbergi. Menntavísindasvið er með eigið bókasafn í Stakkahlíð og Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala-Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands er við Rauðarárstíg 10. Sjá nánar.

Þjónusta við fjarnema

Þeir sem skráðir eru í fjarnám við Háskóla Íslands hafa sömu réttindi og skyldur við safnið og aðrir nemendur háskólans og leitast er við að veita þeim sambærilega þjónustu. Fjarnemar utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið bækur sendar með pósti og greiðir safnið póstburðargjald aðra leiðina. Beiðnir um bókasendingar má senda með tölvupósti á utlan (hjá) landsbokasafn.is eða hafa samband við útlánadeild í síma 525-5681. 
Æskilegt er að notendur velji sér lykilorð í þjónustuborði Þjóðarbókhlöðu eða í öðru bókasafni fyrir innskráningu á Leitir.is til þess að taka frá rit sem er í láni, panta millisafnalán, endurnýja lán o.fl.