Útgefendur

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er umboðsaðili fyrir alþjóðleg bóka-, tímarita- og nótnanúmer (ISBN, ISSN og ISMN) og veitir þessa þjónustu útgefendum að kostnaðarlausu. Hægt er að sækja um þessi númer með því að fylla út eyðublað (sjá tengla hér fyrir neðan) og mun þá verða haft samband við viðkomandi.

Móttaka og varðveisla skilaskylds efnis er eitt af mikilvægustu hlutverkum safnsins. Skilaskyldan hvílir á útgefendum en prentsmiðjur og aðrir fjölföldunaraðilar annast framkvæmd skilanna, nema þegar efni er útgefið erlendis, en þá bera útgefendur ábyrgð á skilum. 

ISBN

Safnið hefur umsjón með rekstri alþjóðlega bóknúmerakerfisins á Íslandi. Úthlutun er útgefendum að kostnaðarlausu.

ISSN

ISSN-númerum er úthlutað fyrir blöð, tímarit, ritraðir og árbækur. Æskilegt er að sækja um ISSN-númer fyrir ný tímarit áður en fyrsta tölublað er gefið út.

ISMN

Safnið annast úthlutun ISMN númera fyrir íslenska nótnaútgáfu.

Skylduskil

Safnið tekur við og varðveitir skilaskylt efni, þar á meðal allt efni útgefið á pappír, örgögn og skyggnur, hljóðrit, stafrænt efni, efni útgefið á almennu tölvuneti og samsett efni.

Rafhlaðan

Rafhlaðan er rafrænt varðveislusafn. Rafhlaðan varðveitir einkum skylduskilaefni, eins og rafbækur, bókakafla, tímaritsgreinar, skýrslur, Íslandstengt efni úr erlendum ritum, smárit og fleira.

Íslensk útgáfuskrá

Íslensk útgáfuskrá er sérstakur vefur þar sem hægt er að fá tölulegt yfirlit yfir útgáfu á Íslandi, byggt á skráningum í samskrá bókasafna.