ISBN-númer

Alþjóðlegt bóknúmer (International Standard Book Number – ISBN) er staðall frá alþjóðlegu staðlastofnuninni (International Standards Organisation – ISO). Hvert númer er einstakt og er megintilgangur alþjóðlega bóknúmerakerfisins að greina hvert rit sem best frá öðrum. Með samræmdri tölumerkingu rita skapast möguleikar á aukinni notkun tölva, jafnt hjá bókaútgáfum, bóksölum og bókasöfnum.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn rekur umboðsskrifstofu fyrir alþjóðlega bóknúmerakerfið. Úthlutun og upplýsingaþjónusta er veitt útgefendum að kostnaðarlausu. Starfssvið umboðsskrifstofu er að úthluta hverjum útgefanda númeraröð með útgefendatölu hans og einstökum bóknúmerum til þeirra sem gefa út fáa titla eða einungis eina bók. Einnig þarf að fylgjast með því að bóknúmer séu rétt prentuð á bækur. Gerð er skrá yfir íslenska útgefendur sem er hluti af alþjóðlegri skrá, Publishers’ International ISBN Directory.

Blöð og tímarit eru undanþegin ISBN-númeri vegna þess að á þau má setja alþjóðlegt tímaritsnúmer (International Standard Serial Number – ISSN). Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn rekur einnig umboðsskrifstofu fyrir alþjóðlega tímaritsnúmerakerfið (sjá ISSN).

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið timaritahald (hjá) landsbokasafn.is ) fyrir frekari upplýsingar.

Sjá nánar: