Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Leiðbeiningar fyrir Vesturfara

Um þessar mundir ríkir óáran og efnahagsþrengingar á Íslandi og óttast margir að landflótti bresti á. Ýmsir vilja flytja austur um haf en aðrir vestur. Á seinni hluta 19. aldar og fram yfir aldamótin fluttu margir vestur um haf og settust að í Kanada og Bandaríkjunum. Kanadastjórn sendi „agenta" til Íslands til að aðstoða og hvetja fólk til farar. Í kreppunni á fjórða áratugnum vaknaði áhuginn á að flytja vestur um haf að nýju en það var ekki vandræðalaust og ýmsum skilyrðum háð. Nicolai Bjarnason kaupmaður í Reykjavík skrifaði Leiðbeiningar fyrir vesturfara en í þeim gerir hann grein fyrir margvíslegum atriðum sem koma í veg fyrir að fólk fái landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Upptalning hans er skondin og hispurslaus eins og lesa má á bls. 3-4 í Leiðbeiningunum.

<< Eldri kjörgripir

➜ Eldri kjörgripir