Sýningar

Tími til að brosa – kosningar í nánd ...

Sýning um kosningar og aðdraganda þeirra hefur verið opnuð á ganginum í Þjóðarbókhlöðunni.

Á sýningunni er margvíslegt útgáfuefni sem stjórnmálaflokkarnir hafa sent frá sér fyrir kosningar og er titill sýningarinnar sóttur í ljósmyndir af frambjóðendum sem birtar eru í áróðursritum og ýmsu dreifiefni. Elsta sýnishornið af kosningaprenti er frá 1899 en megináherslan er þó á það efni sem gefið var út fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2007.

Efnið á sýningunni er sótt í svokallað smáprent sem varðveitt er í þjóðdeild Landsbókasafns en prentsmiðjum ber, samkvæmt lögum, skylda til að skila eintökum af öllu prentuðu efni til safnsins.

Sýningin stendur fram yfir kosningar.

 

➜ Eldri sýningar