Sýningar

23.05.2017

Ljóð muna rödd og fleiri bækur Sigurðar Pálssonar

 

Í tilefni þess að Sigurður Pálsson hlaut ljóðaverðlaunin Maístjörnuna hefur verið sett upp í safninu örsýning á nokkrum bóka hans, þar á meðal á verðlaunabókinni Ljóð muna rödd. Fyrsta ljóðabók Sigurðar Ljóð vega salt kom út 1975 en alls hefur hann sent frá sér 16 ljóðabækur.

Sigurður er afkastamikill rithöfundur á öðrum sviðum. Fyrir fyrstu bókina í endurminningaþríleik sínum, Minnisbók (2007), hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sigurður er einnig eitt vinsælasta leikskáld þjóðarinnar en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir handrit sitt að Utan gátta (2008). Árið 2007 sæmdi Frakklandsforseti Sigurð riddarakrossi Frönsku Heiðursorðunnar (Chevalier de l’Ordre National du Mérite). Sigurður hefur auk þess verið mikilvirkur þýðandi og má þar nefna ljóð eftir Paul Éluard og Jacques Prévert og skáldsögu franska Nóbelsverðlaunahafans Patricks Modiano. Á síðasta ári komu út þýðingar Sigurðar á Ummyndanir og fleiri ljóð eftir Willem M. Roggeman og Uppljómanir & Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud sem hann þýddi ásamt Sölva Birni Sigurðssyni.

 

➜ Eldri sýningar