Fréttir

JSTOR – aðgangur að 1130 tímaritum

Háskóli Íslands hefur tekið áskrift að heildargagnasafni JSTOR sem hefur sérhæft  sig í að færa fræðitímarit á stafrænt form og gera  þau aðgengileg. Í gagnasafninu eru nú um 1130 virt tímarit, á öllum fræðasviðum og frá ýmsum útgefendum, allt frá fyrsta tölublaði fram  til síðustu tveggja til sjö árganga.  Aðgangurinn er bundinn við tölvur á háskólanetinu og utan þess með VPN  (Virtual Private Network) sem RHÍ annast þjónustu á. Tengill hefur verið settur á vef safnsins undir fyrirsögninn Gagnasöfn.

Nýjustu árgangar margra tímaritanna í JSTOR eru í landsaðgangi eða séráskrift  Landsbókasafns og Háskóla Íslands og veitir Tímaritaskrá A-Ö  á vef safnsins aðgang að öllum rafrænum tímaritum bæði þeim sem eru í landsaðgangi og séráskrift safnsins, ásamt fjölda annarra fræðirita í opnum aðgangi.    

  • Í JSTOR er hægt að leita að greinum eftir efni samtímis í öllum 1130 tímaritunum og/eða takmarka leit við tímarit á tilteknu sviði. Einnig er hægt að fletta efnisyfirlitum einstakra rita.  
  • Við heimildaleit í JSTOR skal haft í huga að yfirleitt vantar tvo til í sjö nýjustu árganga tímaritanna og því skilar JSTOR ekki  nýjustu greinunum.  Það gera hins vegar ýmis önnur gagnasöfn/tilvísanasöfn, s.s. Web of Science , ProQuest , EbscoHost , CSA – Cambridge Scientific Abstracts  o.fl.
  • Krækjukerfi (Tdnet og /eða SFX) hafa verið sett upp í ofantöldum gagnasöfnum en þau leita uppi og tengja við heildartexta tímarita sem eru Tímaritaskrá A-Ö

➜ Fréttasafn