Fréttir

Rafræn skil lokaritgerða í Skemmuna

Nú hefur Háskóli Íslands tekið upp rafræn skil lokaritgerða nemenda í Skemmuna, sem er stafrænt skjalasafn rita nemenda og kennara við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands.

Á fundi háskólaráðs 21. febrúar 2008 var tillaga frá samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns um rafræn skil og varðveislu lokaritgerða nemenda samþykkt einróma. Síðan hefur safnið unnið að því að taka yfir hýsingu Skemmunnar og aðlaga hana að þörfum Háskólans auk hinna háskólanna sem taka þátt í verkefninu.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um skil lokaritgerða í Skemmuna er að finna hér á vefnum undir „Námsmenn“.

➜ Fréttasafn