Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Marteinn Lúther – CATECHISMVS

Marteinn Lúther – CATECHISMVS

Edur. Ehristelegur[!] Lærdomur, Fyrer einfallda Presta og Predikara, Hwsbændur og Vngmenne.  

Þann 31. október eru 500 ár liðin frá því Marteinn Lúther birti 95 mótmælagreinar sínar  sem ollu víðtækum  breytingum í málefnum kristinnar trúar, kirkju, samfélags og menningar í norðanverðri Evrópu.

Catechismus var skrifað af Marteini Lúther og fyrst gefið út í Þýskalandi 1529. Bókin var þýdd á íslensku af Oddi Gottskálkssyni og gefin út af prentsmiðjunni á Hólum árið 1594. Þessi bók var notuð til þess að kenna fólki grunnkenningar kristninnar, t.d. skírnina, boðorðin tíu, bænir og trúarjátninguna. Þessi útgáfa  var prentað á Hólum árið 1617, 100 árum eftir birtingu mótmælagreina Lúthers.

Ritið er aðgengilegt á baekur.is

http://baekur.is/is/bok/000829256/Katekismus

➜ Eldri kjörgripir