Fréttir

Nýjar stillingar í Uglunni

Allir notendur Uglunnar, innri vefs Háskóla Íslands, geta nú bætt bókasafninu við forsíðuna hjá sér á þremur stöðum með því að fara í Stillingar:

Í Mínir kassar er hægt að virkja nýjan kassa með tenglum á helstu úrræði safnsins fyrir heimildavinnu: leiðbeiningar um heimildaleit, gagnasöfnin, Gegni og tímaritaskrána.

Í Mínar flýtileiðir er hægt að virkja vef safnsins sem flýtileið í þeim kassa.

Í Mínir molar er nú hægt að velja Bókasafnsfréttir til að fá stöðugt yfirlit yfir nýjustu fréttir á vef safnsins.

Við vonum að sem flestir notendur safnsins nýti sér þann möguleika að virkja þetta hjá sér.

➜ Fréttasafn