Fréttir

Af einkasyni hugumstórra fjalla

málþing um Gunnar Gunnarsson

Mánudaginn 18. maí sl. var haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni um Gunnar Gunnarsson rithöfund en þann dag voru 120 ár liðin frá fæðingu hans. Á málþinginu var einkum fjallað um þrjú af verkum Gunnars: Brimhendu, Vikivaka og Aðventu. Sigurjón Björnsson prófessor emeritus hélt erindi sem hann nefndi Á slóðum Brimhendu, erindi Jóns Karls Helgasonar dósents við HÍ nefndist Dómsdagsmynd Gunnars Gunnarssonar - bakþankar um Vikivaka og Sveinn Yngvi Egilsson prófessor við HÍ fjallaði um náttúruna í Aðventu og nokkrum sögum Gunnars Gunnarssonar. Að lokum voru pallborðsumræður með fyrirlesurum undir stjórn Jóns Yngva Jóhannssonar bókmenntafræðings. Málþingið var vel sótt og umræður í lokin fjörugar.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þinginu:

 

➜ Fréttasafn