Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Auglýsingar Jörundar hundadagakonungs

Jörundur hundadagakonungur undirbýr lýðveldisstofnun í júní 1809

Jörgen Jörgensen andlitsmyndJörgen Jörgensen (1780-1841), sem kallaður var hundadagakonungur, kom til Íslands í júní 1809. Englendingar, undir forystu Jörgens, handtóku Trampe stiftamtmann þann 25. júní í kjölfarið á deilum Englendinga og Dana um samning þeirra um verslun enskra þegna hér á landi. Sama dag birti Jörgen yfirlýsingu í ellefu greinum um að yfirráð Dana á Íslandi væru afnumin. Fyrsta greinin hljóðaði svo: „Allur danskur myndugleiki er upp hafinn á Íslandi". Jafnframt voru róttækar umbætur boðaðar. Stofna skyldi innlenda fulltrúasamkomu sem hefði löggjafar- og dómsvald, taka átti upp nýjan þjóðfána, gefa upp skuldir við kaupmenn og konung , komið yrði á verslunarfrelsi, kornvara lækkuð í verði, skattaívilnanir og nýskipan skóla- og heilbrigðismála var boðuð.

Hinn 11. júlí kallaði Jörgen sig fyrst „alls Íslands verndara og hæstráðanda til sjós og lands". Hann kvaðst myndi leggja niður völd 1. júlí 1810 þegar þingið hefði komið saman og skipað reglulega landsstjórn. Til þingsins skyldi kosið með almennum kosningarétti án takmarkana svo sem eignar. Jörgen boðaði því stofnun lýðveldis á Íslandi og var hann þar nokkuð á undan sinni samtíð því ekki var lýðveldi stofnað hér á landi fyrr en 135 árum síðar.

Yfirlýsingar Jörgens eru kjörgripir Landsbókasafnsins í júní 2009.

Smellið til að fá stærri mynd

Önnur auglýsing Jörundar hundadagakonungs Þriðja auglýsing Jörundar hundadagakonungs
Útgáfa Jóns Þorkelssonar frá 1892:
Útgáfa Jóns Þorkelssonar á auglýsingum Jörundar hundadagakonungs

<< Eldri kjörgripir

➜ Eldri kjörgripir