Fréttir

Tímanna safn 1818-2018, fimmtudaginn 4.október: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn á stafrænum tímum


Fimmtudaginn 4. október mun Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar, flytja erindið „Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn á stafrænum tímum“ í fyrirlestraröðinni Tímanna safn sem haldin er í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Í útdrætti erindisins segir:

„Í fyrirlestrinum Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn á stafrænum tímum verður fjallað stuttlega um hvaða áhrif stafræn endurgerð hefur haft á notendur bókasafna og hve mikil áhrif ný vinnubrögð og nálgun í bókasöfnum getur haft á notendur og aðgang rannsakenda að upplýsingum. Safnið hefur verið í fararbroddi í stafrænni endurgerð hér á landi og unnið er markvisst að tölvutækri skráningu á gögnum í vörslu þess. Einnig verður komið inn á það sem hefur verið nefnt stafræn fræði eða stafræn hugvísindi og hvernig þau snúa að bókasöfnum. Tekin verða dæmi úr völdum stafrænum gagnasöfnum eins og tímarit.is og sögulegri bókaskrá sem nær yfir tímabilið 15341844.“

Erindið verður flutt í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 – 12:45.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrirlestraröðin á Facebook

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar

➜ Fréttasafn