Fréttir

Bækur.is og Hljóðsafn.is í nýjum útgáfum í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

 

Í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 1. desember 2018 opnar Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn nýjar útgáfur af Bækur.is og Hljóðsafn.is. Markmiðið er að efla stafrænt aðgengi og miðlun á menningararfinum til þjóðarinnar. Aðgengi í símum, snjalltækjum og á lesbrettum hefur verið bætt. Útlit hefur verið einfaldað, leit bætt og auðveldara er að ferðast um vefina, fletta hlusta og lesa.

 

Aðgengilegar stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka og stefnt  er að því að þar birtist allar bækur útgefnar fyrir 1850. Meðal nýjunga í uppfærslu vefsins er að hægt er að fletta, síðum bókanna á skjánum og hlaða bókunum niður sem PDF-skjölum.   


 

Aðgengileg stafræn afrit af útgefnum íslenskum hljóðritum  (hljómplötum, geisladiskum, snældum og vefútgáfu) og viðtölum úr safni Miðstöðvar munnlegrar sögu. Meðal nýjunga í uppfærslu vefsins er að hægt er að hlusta á hljóðbúta í 25 sekúndur af efni sem er í höfundarétti en hljóðskrárnar eru aðgengilegar í fullri lengd í Þjóðarbókhlöðu. Einnig er hægt skoða myndir af plötu/diskaumslögum og bæklingum í hljóðritaútgáfunum.

➜ Fréttasafn