Sýningar

Kreppan

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Íslandsbankahneykslið endurtekið

...er fyrirsögn úr íslensku blaði sem hljómar kunnuglega og gæti verið tekin úr íslensku dagblöðunum síðustu mánuðina. Svo er þó ekki því þetta er fyrirsögn í Verkalýðsblaðinu 1. mars 1932.

Fleiri kunnuglegar fyrirsagnir má lesa á sýningu um kreppuna sem opnar í Þjóðarbókhlöðunni í dag, t.d.: „Sturlungar" fyrr og nú. Hvað getum við lært af frelsismissi Íslands 1262?

Á sýningunni eru greinar og brot úr greinum úr dagblöðum og tímaritum sem gefin voru út á kreppuárunum á fjórða áratug síðustu aldar, ýmsar bækur og bæklingar og einnig persónulegir munir ungs manns sem reyndi að sjá fyrir sér, móður sinni og systkinum í kreppunni með ýmsum ráðum og ekki öllum löglegum.

Í kreppunni urðu pólitískar andstæður mjög skarpar og langt var á milli þeirra sem voru lengst til vinstri í Kommúnistaflokki Íslands og þeirra sem voru lengst til hægri og aðhylltust nasisma.

Sýningin stendur til 11. október og er opin á afgreiðslutíma safnsins.

Sýning um kvennablöð og kvennatímarit, Og íslenska konan eignaðist rödd, verður út sept.

Opið er í Þjóðarbókhlöðu mánudag til fimmtudags frá kl. 8:15-22:00, á föstudögum kl. 8:15-19:00, á laugardögum kl. 10:00-17:00 og á sunnudögum kl. 11:00-17:00.

Allir eru velkomnir á sýningar í Þjóðarbókhlöðunni og aðgangur er ókeypis.

Viðtal við Ívar Jónsson, forstöðumann þjóðdeildar:

Myndir frá sýningunni:

➜ Eldri sýningar