Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Bók Ólafs Egilssonar um Tyrkjaránið

Tyrkjaránið 1627 - samtímalýsing séra Ólafs Egilssonar

Arabískir víkingar frá Alsír sóttu Íslendinga heim sumarið 1627 en Alsír tilheyrði þá ríki Tyrkjasoldáns. Hingað til lands komu fjögur skip í þeim erindum að ræna fjármunum og fólki í þrældóm. Alls fönguðu víkingarnir 370 manns og drápu um 35-45 landsmenn. Einn þeirra var sr. Jón Þorsteinsson, sálmaskáld í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, sem síðan var nefndur píslarvottur.

Ræningjarnir komu á land í Grindavík og á Bessastöðum og tvö skip komu við á Austfjörðum. Herferð alsírsku víkinganna var mest í Vestmannaeyjum en þangað komu þeir á þremur skipum 16. júlí. Þeir handtóku 242 karla, konur og börn og fluttu um borð í skip sín en drápu 30-40 manns.

Víkingarnir rændu og rupluðu og kveiktu m.a. í verslunarhúsum og Landakirkju. Síðan héldu þeir með herfangið til Alsír og seldu fangana í þrældóm. Séra Ólafur Egilsson í Vestmannaeyjum var einn þeirra sem var rænt ásamt konu sinni og tveimur börnum en þeim fæddist auk þess barn í hafi. Ólafur skrifaði bók um þessa atburði og lýsir bæði atburðunum í Vestmannaeyjum, þrælasölu og lífsháttum í Alsír. Frásögn Ólafs, „Lítil saga umm herför Tyrkjans árið 1627", er kjörgripur júlímánaðar.

Smellið á myndina til að sækja pdf-skjalið.

<< Fyrri kjörgripir

➜ Eldri kjörgripir