Fréttir

Vefsafn opnað fyrir prófanir

Nú hefur verið opnað fyrir aðgang að vefsafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á slóðinni vefsafn.is til reynslu. Þar er hægt að skoða eldri útgáfur íslenskra vefja í sérstöku viðmóti, Wayback Machine, sem er sambærilegt við það sem notað er á Internet Archive.

Í samræmi við lög um skylduskil hefur safnið safnað vefsíðum á íslenskum lénum með skipulegum hætti frá árinu 2004. Þetta safn kemur nú í fyrsta sinn fyrir sjónir almennings.

Núverandi útgáfa vefsins er fyrst og fremst ætluð til prófana og hvetjum við alla þá sem rekast á villur eða eitthvað annað athugavert til að senda okkur línu á vefsofnun@bok.hi.is. Áætlað er að vefurinn verði opnaður með formlegum hætti í haust.

➜ Fréttasafn