Fréttir

Sumarskóli í handritafræðum

Nú fer fram í safninu hluti af námi í sjötta alþjóðlega sumarskólanum í handritafræðum. Sumarskólinn er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Árnastofnunar, Árnasafns og háskólanna í Tübingen, Zürich og Cambridge.

Um sextíu nemendur frá sautján löndum sækja skólann sem stendur yfir dagana 18. til 26. ágúst. Nemendurnir leggja stund á handritalestur og textarýni og hlýða á fyrirlestra, m.a. um handritasöfnun Árna Magnússonar, íslensk fornbréf, DNA-rannsóknir á bókfelli og  handritamenningu 19. aldar á Íslandi. Hluti af náminu er skoðunarferð til Stykkishólms og í Flatey.

➜ Fréttasafn