Fréttir

Náttúrufræðingurinn og Víkingur á Tímarit.is

Forsíða NáttúrufræðingsinsNú hefur myndastofa Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns lokið við að mynda hin merku íslensku tímarit Náttúrufræðinginn og Sjómannablaðið Víking samkvæmt samningi við útgefendur þeirra. Bæði tímaritin hófu göngu sína á 4. áratug 20. aldar. Hægt er að skoða útgefin eintök allt til ársins 2008 á vefnum Tímarit.is. Mikill fengur er í þessum tveimur ritum sem innihalda mikið af fróðlegum greinum.

Á Tímarit.is er nú boðið upp á þá nýjung að hægt er að leita að greinum eftir nafngreinda höfunda með því að smella á „Greinar“ efst. Þar er að finna sérstaka skrá sem er unnin upp úr greinarskráningu Gegnis og vísar á viðkomandi greinar í Tímarit.is. Skráin er ekki fullkomin en ætti engu að síður að vera til nokkurs hagræðis fyrir þá sem leita að greinum eftir tiltekna höfunda.

➜ Fréttasafn