Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

1. september 1930

Talkvikmyndir sýndar í fyrsta sinn á Íslandi

30. október 1909 er sagt frá því í dagblaðinu Ísafold að kvöldið áður hafi verið haldin „reynslusýning“ í nýju kvikmyndahúsi í Reykjavík og var „boðið til fjölda bæjarbúa, svo að Bárubúð var troðfull ... Ein landlagsmynd var sýnd frá Palermó á Sikiley. Af þesskonar myndum ætti kvikmyndaleikhúsin endilega að sýna meira. Það eru einmitt þær,landslagsmyndir erlendar og þjóðháttamyndir, sem mest er í varið og helzt hafa mentunargildi fyrir almenning, er eigi á færi á því að komast nokkurn tíma út fyrir landsteinana. Í hinu nýja kvikmyndahúsi er leikið undir á lúðra.“ (sjá www.timarit.is).

Hollywood RevueAfþreyingarhlutverk kvikmynda hefur löngum vegið þyngra á vogarskálum en menntunarhlutverk þeirra. Um 1930 voru revíur vinsælar bæði í leikhúsum og í kvikmyndum. Sá merki atburður gerðist á Íslandi 1. september 1930 að í fyrsta sinn voru kvikmyndir með tali sýndar hér á landi en það voru kvikmyndirnar Hollywood-Revyan og The Singing Fool.

Al JolsonHlusta á Al Jolson syngja „Sonny boy“ úr The Singing Fool:

Í þjóðdeild Landsbókasafnsins er varðveittur fjöldi „bíóprógramma“ frá ýmsum tímum auk fjölda annars konar útgáfuefnis sem flokkað er sem „smælki“. Kjörgripir septembermánaðar eru „bíóprógrömm“ fyrstu talkvikmyndanna sem sýndar voru í kvikmyndahúsum á Íslandi.

Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að skoða pdf-skjölin:

Hollywood-revyan:
bæklingur frá Gamla bíói
Sonny boy:
bæklingur frá Nýja bíói

<< Fyrri kjörgripir

➜ Eldri kjörgripir