Fréttir

Bókagjöf frá Moskvuborg

Þriðjudaginn 9. september var móttaka í safninu fyrir sendinefnd frá Moskvuborg sem færði safninu bókagjöf. Bókagjöfin á fyrst og fremst að nýtast rússneskukennslu við Háskóla Íslands sem hófst aftur í fyrra eftir nokkurra ára hlé. Með sendinefndinni komu fulltrúar frá Háskólanum, Kristín Ingólfsdóttir rektor, Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Julian D‘Arcy deildarforseti deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, Olga Korotkova og Rebekka Þráinsdóttir kennarar í rússnesku ásamt Vigdísi Finnbogadóttur o.fl. Víktor Tataríntsev sendiherra Rússlands var einnig viðstaddur athöfnina. Júríj Korostelev, ráðherra fjármálasviðs Moskvuborgar, afhenti bókagjöfina og gaf safninu jafnframt fallega bók eftir sig sem lýsir ferð hans til Íslands fyrir nokkrum árum. Bókin verður skráð í þjóðdeild.

➜ Fréttasafn