Fréttir

Europeana fær Erasmus-verðlaunin

Síðasta föstudag hlaut menningargáttin Europeana verðlaunin Erasmus Award for Networking Europe ein af þremur verðlaunum sem veitt voru fyrir miðlun evrópskra gilda í ráðhúsinu í Vínarborg. Verkefnin þrjú sem hlutu verðlaun voru meðal 62 tilnefninga sem valdar voru úr hópi 230 umsækjenda.

Hin verkefnin sem hlutu verðlaun voru austurríski sjónvarpsþátturinn kreuz + quer um trúmál og lífsviðhorf, og Zeitenwende 1989/90, námsefni á DVD um sameiningu Þýskalands.

➜ Fréttasafn