Fréttir

Alþjóðleg vika opins aðgangs

Vikan 19.-23. október er tileinkuð opnum aðgangi (OA, open access) í rannsóknarbókasöfnum um allan heim. Tilgangur hennar er að vekja athygli á þörfinni fyrir opinn aðgang að vísindalegu efni á Netinu. Margar vísindagreinar og margvíslegar rannsóknarniðurstöður eru nú aðeins aðgengilegar gegn greiðslu. Rannsóknirnar sem liggja að baki eru oft styrktar af opinberu fé en samfélagið hefur ekki aðgang að þeim né og þær nýtast því ekki sem skyldi.

Haldið er upp á Viku opins aðgangs með ýmsum hætti. Danir hafa til að mynda opnað nýja síðu um opinn aðgang http://www.open-access.dk. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um opinn aðgang, stefnur danskra háskóla hvað opinn aðgang varðar og margt fleira. Það er DEFF (Danmarks Elektroniske Fag- og Forskningsbibliotek) sem á heiðurinn af þessari síðu.

➜ Fréttasafn