Sýningar

Eitt tungumál fyrir allan heiminn

Sýning til heiðurs Þorsteini Þorsteinssyni, hagfræðingi og esperantista var opnuð í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar fimmtudaginn 15. október. Yfirskrift sýningarinnar er Eitt tungumál fyrir allan heiminn. Er hún haldin í tilefni af því að í ár eru hundrað ár liðin frá því að fyrsta íslenska kennslubókin í esperanto kom út. Höfundur hennar var dr. Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðingur og  fyrsti forstöðumaður Hagstofu Íslands og lagði hún grunninn að fjölbreyttu íslensku esperantostarfi á Íslandi.

Í formála kennslubókarinnar segir Þorsteinn m.a.: „Síðan latínan hætti að vera hjálparmál allra menntaðra manna, hefur þörfin á að setja eitthvert annað mál í stað hennar orið æ brýnni ár frá ári. ... Nú er svo komið, að það eru ekki einungis lærðu mennirnir sem þurfa á hjálparmáli að halda, heldur einnig alþýða manna. Fyrir því verður slíkt mál að vera auðvelt að læra, en þann kost hafa fá tungumál til að bera. ... Slíkt mál er esperanto."

Esperanto er hlutlaust planmál ætlað til alþjóðlegra samskipta, grundvallað af L.L. Zamenhof. Málið birti Zamenhof 1887 og er það í dag mest notaða planmál veraldar.

Unu lingvo por la tuta mondo

Okaze la de centjarigho de la eldono de la unua lernolibro de esperanto en la islanda lingvo okazas en la Nacia Biblioteko ekzpozicio honore al la verkinto, d-ro Þorsteinn Þorsteinsson ekde la 15-a de oktobro. Þorsteinn estis la unua direktoro de la Statistika Oficejo de Islando.

Per sia libro Þorsteinn Þorsteinsson  farighis la pioniro de esperanto en Islando.

En la antauparolo de la libro li skribis: "Post kiam la latina lingvo chesis esti helplingvo de edkukitaj homoj la bezono de iu alia lingvo por tiu rolo kreskis jaron post jaro. ... Nun la afero tiel staras, ke ne estas nur la kleruloj, kiujn bezonas tian helplingvon, sed ankau la ordinara publiko. Tial tia lingvo devas estas facile lernebla, sed tiel estas nur pri malmultaj lingvoj. ... Tia lingvo estas Esperanto."

Esperanto estas neutrala lingvo planita por internacia komunikado, origine kreita de L.L. Zamenhof. La lingvon Zamenhof aperigis en 1887 kaj nuntempe ghi estas la plej multe uzata planlingvo de la mondo.

Myndir frá sýningunni:

➜ Eldri sýningar