Fréttir

Vifanord kynnt í Þjóðarbókhlöðunni

Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 10:00 verður kynning á vefgáttinni Vifanord í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Vifanord er sameiginlegt verkefni háskólanna í Kiel, Göttingen og Greifswald og er fjármagnað af Þýska rannsóknarfélaginu, Deutsche Forschungsgemeinschaft. Markmiðið með vefgáttinni er að safna saman og veita aðgang að vísindalegum fróðleik frá Norðurlöndunum og baltnesku löndunum.

Um er að ræða mjög víðfeðma söfnun ekki einungis í landfræðilegum skilningi heldur einnig hvað varðar efnisúrval. Í grófum dráttum er safnað efni af sviði hugvísinda og félagsvísinda (nánar tiltekið er um að ræða tungumál, bókmenntir, ásatrú, sagnfræði, forsögu, þjóðfræði og stjórnmálafræði). Efnið er í formi vefsíðna, heildartexta á vefnum, bókasafnskerfa viðkomandi landa og bókasafnskerfa þýsku háskólanna, gagnagrunna og gagnasafna.

➜ Fréttasafn