Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Íslendingar safna fyrir nauðstatt fólk í Noregi

Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar söfnuðu Íslendingar talsverðu fé til bágstaddra vegna stríðsátakanna. Alls safnaðist um fjórtán og hálf milljón króna, nú að raunvirði um einn milljarður króna miðað við vísitölu neysluverðs.

Til Noregs söfnuðust um 1,74 milljónir króna sem núna væru rúmlega 118 milljóna króna virði.

Jólakortið frá árinu 1944, sem hér sést, var hluti af söfnun fyrir bágstadda í Noregi.

Smelltu á myndina til að skoða kortið:

Kort Noregssöfnunarinnar

<< Fyrri kjörgripir

➜ Eldri kjörgripir