Sýningar

Jólasýning þjóðdeildar

Hin árlega jólasýning þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns hefur nú verið opnuð.

Sýningin er helguð áramótum, álfum, vættum og öðrum verum sem þá fara á kreik.

Á sýningunni eru ýmsar bækur sem fjalla um áramót, álfa og huldufólk og ýmsa kynlega kvisti og atburði sem gerst hafa á nýársnótt. Einnig eru á sýningunni jóla- og áramótakort ásamt bráðskemmtilegum auglýsingum frá fyrri tíð þar sem auglýst er alls konar áramótadót eins og flugeldar, púðurstrákar, púðurkerlingar, púðurskessur, eldflugur, sólir, blys og stjörnuljós.

Sýningin er öllum opin á afgreiðslutíma safnsins og aðgangur er ókeypis.

Sýningarskrá (pdf - 2,3Mb)

➜ Eldri sýningar