Fréttir

Passíusálmarnir á afmælistilboði

Eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum, hið eina sem til er, er varðveitt í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Handritið er einn mesti dýrgripur safnsins

Kápan af Passíusálmum Hallgríms PéturssonarPassíusálmarnir hafa verið gefnir út oftar en nokkurt annað rit á Íslandi en útgáfa Landsbókasafns frá árinu 1996 er ólík öllum fyrri útgáfum.

Í henni er stafréttur texti birtur við hlið eftirmyndar eiginhandarrits Hallgríms Péturssonar og því til viðbótar eru sálmarnir prentaðir með nútímastafsetningu í versum og ljóðlínum. Auk þess eru í hverri opnu sýnd afbrigði af textanum sem rekja má til Hallgríms sjálfs.

Í tilefni af 15 ára afmæli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns býður safnið starfsmönnum Háskóla Íslands Passíusálmana á sérstöku tilboðsverði fram til áramóta.

Fullt verð er 18.000 kr. en tilboðsverðið er 9.900 kr.

Áhugasamir snúi sér til Guðrúnar Björnsdóttur, sími 5696, gudb@bok.hi.is, eða í afgreiðsluborð útlána.

Hægt er að lesa grein Einars Sigurðssonar um útgáfuna hér.

➜ Fréttasafn