21.12.2009
Samstarfssamningur við námsbraut í bókasafns- og upplýsingafræði
Þann 15. des. var skrifað undir samning milli Lbs-Hbs og námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ. Markmiðið er að mynda tengsl milli háskólanáms í faginu og starfsemi Lbs-Hbs. Safnið mun taka á móti nemum námsbrautarinnar í vettvangsnám í allt að eina viku, einnig hópum nema, styðja þá nema sem vinna rannsóknarverkefni á safninu og sjá um viku námskeið um Lbs-Hbs annað hvert ár.
Hægt er að lesa samninginn hér.