Fréttir

Nýtt samkomulag um IIPC

Þann 12. Janúar síðastliðinn var undirritað samkomulag um áframhald International Internet Preservation Consortium – IIPC sem eru alþjóðleg samtök stofnana sem fást við varðveislu vefsíðna. 39 aðilar skrifa undir samkomulagið nú en það felur í sér endurskoðun á markmiðum samtakanna til næstu þriggja ára. Í því er kveðið á um skipulag og stjórn samtakanna, stjórn verkefna, greiðslur o.fl. Samkvæmt samkomulaginu verða samtökin opnuð fyrir aðild fleiri aðila en hefur verið. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur tekið þátt í starfi IIPC frá upphafi og Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðarlandsbókavörður hefur setið þar í stjórn undanfarin ár. Ísland mun halda sæti sínu í stjórn næstu þrjú árin og hefur Kristinn Sigurðsson fagstjóri upplýsingatæknihóps safnsins nú tekið við af Þorsteini. Þá mun safnið taka þátt í vinnuhópi IIPC um söfnun vefsíðna.

Vefsafn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

➜ Fréttasafn