Fréttir

Skólasýning framlengd til 2. okt. n.k.

„Að vita meira og meira"
Almenningsfræðsla og skólastarf á Íslandi í heila öld

Sumarsýning Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu hefur verið framlengd til 2. október n.k. Sýningin er tileinkuð almenningsfræðslu á Íslandi í heila öld en árið 2008 eru 100 ár liðin frá því að Kennaraskóli Íslands tók til starfa og sömuleiðis eru 100 ár liðin frá setningu fyrstu fræðslulaganna.

Á sýningunni eru ýmsir munir úr skólastarfi í heila öld sýndir í sýningarskápum og sagan er einnig sögð í máli og myndum á sýningarspjöldum sem lýsa tíðarandanum á mismunandi tímabilum liðinnar aldar.

Sýningin er opin kl. 8:15-22:00 mánudag til fimmtudags, kl. 8:15-19:00 á föstudögum, kl. 10-17 á laugardögum og kl. 11:00-17:00 á sunnudögum.

➜ Fréttasafn