Fréttir

Tímarit.is tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna

Vefurinn Tímarit.is þar sem hægt er að fletta íslenskum dagblöðum og tímaritum frá upphafi til okkar daga hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum „besti þjónustu- og upplýsingavefurinn“.

Vinsældir vefsins hafa aukist verulega eftir að nýtt viðmót var kynnt fyrir rúmu ári síðan og er hann nú langvinsælasti vefur Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Má segja að notendur hafi tekið honum opnum örmum. Vefmælingar sýna að tenglar á vefinn eru flestir frá síðum þar sem notendur leggja sjálfir til efni, s.s. bloggsíðum og Wikipediu, og vísanir í hann sýna svo ekki sé um villst að vefurinn er mikilvægur hluti af íslenskri samfélagsumræðu.

Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, mun afhenda níundu Íslensku vefverðlaunin þann 12. febrúar næstkomandi.

➜ Fréttasafn