Sýningar

Orgone-boxið

Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður sýnir nú Orgone-boxið og teikningar sem tengjast því á ganginum sem liggur inn að veitingastofunni í Þjóðarbókhlöðu.

Orgone-boxið er gert eftir uppskrift austurríska vísindamannsins dr. Wilhelm Reich (1897-1957). Reich setti fram kenningu um alheimslega lífsorku sem hann nefndi orgone og er Orgone-boxið notað til að hlaða líkamann orku.

Sýningargestum er boðið að taka þátt í sýningunni með því að setjast inn í Orgone-boxið stundarkorn og skrá síðan upplifanir sínar af verunni í boxinu á þartilgerð blöð.

Steingrímur er einn af virtustu myndlistarmönnum þjóðarinnar og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2007.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins: mánud. – fimmtud. 8:15-22:00, föstud. 8:15-19:00, laugard. 10:00-17:00 og sunnud. 11:00-17:00.

Aðgangur er ókeypis.

Myndir frá sýningunni:

➜ Eldri sýningar