Sýningar

Gengið til góðs

Keflavíkurgöngur í 50 ár

Sýning um Keflavíkurgöngur var opnuð í Þjóðarbókhlöðu þriðjudaginn 30. mars sl.

Í sumar verða fimmtíu ár liðin frá því að efnt var til fyrstu Keflavíkurgöngunnar til að mótmæla veru bandarísks herliðs á Íslandi og aðild landsins að Nató. Hermálið var stærsta pólitíska deilumálið hér á landi á seinni hluta tuttugustu aldar og hafði mikil áhrif á framvindu stjórnmálanna.


Keflavíkurgöngurnar urðu alls ellefu á rétt rúmlega þrjátíu ára tímabili. Óhætt er að segja að fáar ef nokkrar pólitískar mótmælaaðgerðir hafi vakið jafn mikla athygli og deilur á þessum tíma. Með því að kanna sögu þessara aðgerða fæst jafnframt góð mynd af baráttumálum íslenskra friðar- og afvopnunarsinna á tímum kalda stríðsins. Áherslurnar voru ólíkar eftir tímabilum og orðræðan sömuleiðis.Af tilefni hálfrar aldar afmælisins hafa Samtök hernaðarandstæðinga og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sett upp sögusýningu um Keflavíkurgöngur á sýningarsvæðinu í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Allir eru velkomnir á sýninguna en á henni má finna mikinn fróðleik um ýmsa þætti herstöðvabaráttunnar auk ljósmynda, skjala og mótmælaspjalda.
Aðgangur er ókeypis.

Sýningarspjöld (PDF - 7,5Mb)

Fleiri myndir:

➜ Eldri sýningar