Sýningar

Pétur Gunnarsson og ÞÞ – bækurnar um Þórberg

Sýning á rannsóknarvinnu og frumdrögum Péturs Gunnarssonar

Sýning á frumdrögum Péturs Gunnarssonar að bókunum um Þórberg Þórðarson – Þórbergur í fátæktarlandi og Þórbergur í forheimskunarlandi – stendur nú yfir í Þjóðarbókhlöðunni.

Á sýningunni má glögglega sjá hvernig Pétur hagaði vinnu sinni við ritun bókanna. Frumdrögin handskrifar hann með blýanti í fjölmargar skissubækur og á sýningunni eru einnig nótubækur Péturs frá ritunarferlinu auk allra blýantanna sem hann notaði.

Pétur sótti mikilvægar upplýsingar í dagbækur Þórbergs og Þóru Vigfúsdóttur, eiginkonu Kristins E. Andréssonar, og eru möppur með köflunum sem hann sló inn í tölvu sína einnig á sýningunni ásamt spólum með viðtölum sem hann tók við dóttur Þórbergs og fólk sem þekkti hann.

Pétur Gunnarsson fékk nýlega viðurkenningu Hagþenkis fyrir bækur sínar um Þórberg.

Sýningin er staðsett við upplýsingaborðið á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni.

Sýningin er öllum opin, á afgreiðslutíma safnsins, og aðgangur er ókeypis.

➜ Eldri sýningar