Fréttir

Málþing um opinn aðgang

Málþing um opinn aðgang að vísindalegu efni verður haldið í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns klukkan 15-17 í dag. Málþingið hefst á því að Sólveig Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Landspítalans, kynnir opinn aðgang. Aðrir fyrirlesarar verða Peter Suber, einn helsti talsmaður opins aðgangs í Bandaríkjunum, Katrín Valgeirsdóttir frá RANNÍS og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar og dagskrá málþingsins er að finna hér.

Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni útsendingu hér.

➜ Fréttasafn