Fréttir

Tón- og myndsafn á MySpace

Tón- og myndsafn er komið með MySpace-síðu á veraldarvefnum. Tilgangurinn með síðunni er að auðvelda samskipti við tónlistarfólk, en einstaklingar eru í auknum mæli sjálfir farnir að gefa út hljóðrit sín og er nú svo komið að rúmur þriðjungur íslenskrar tónlistarútgáfu er einkaútgáfa. Tengill er við MySpace á upphafssíðu tón- og myndsafns á vef safnsins.

Á þeirri viku sem liðin er frá því að tón- og myndsafnhóf að safna vinum á MySpace-vefnum hefur það eignast yfir 150 MySpace-vini og eru miklar vonir bundnar við að þessi vettvangur hjálpi til við söfnun íslenskrar tónlistar. Safnið nýtur skylduskilaá hljóðritum, myndböndum, mynddiskum, stafrænu efni og ýmiss konar samsettum útgáfum.

Síðan er unnin af Bryndísi Vilbergsdóttur en Helgi Braga ljósmyndari og Áki Karlsson vefstjóri fá sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.

 

➜ Fréttasafn