Fréttir

Skráning einkaskjalasafna Alþýðuflokksmanna

Þann 6. maí síðastliðinn var skrifað undir samkomulag á milli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns annars vegar og Alþýðuhúss Reykjarvíkur ehf. og Styrktarsjóðs Magnúsar Bjarnasonar hins vegar um flokkun og skráningu á einkaskjalasöfnum nokkurra einstaklinga sem tengdust Alþýðuflokknum. Í handritadeild Landsbókasafns eru varðveitt nokkur einkaskjalasöfn einstaklinga sem tengdust Alþýðuflokknum á einn eða annan hátt. Með þessu samkomulagi verða þessi gögn flokkuð og skráð samkvæmt viðurkenndum aðferðum og á rafrænan hátt, svo allt aðgengi að gögnunum verður mun betra en áður. Þessi einkaskjalasöfn verða hluti af s.k. Stjórnmálasögusafni handritadeildar, en þar eru varðveitt einkaskjalasöfn nokkurra stjórnmálamanna frá tuttugustu öld.

➜ Fréttasafn